img-logo

Frímann er stærsta orlofs- og félagakerfi á Íslandi

Sérsmíðaðar lausnir fyrir öll félög og stofnanir

icon_1Áreiðanleiki og öryggi

icon_2Þjónusta og ráðgjöf

icon_3Yfir 20 ára reynsla

1_frimann

Um Frímann

Frímann er alhliða þjónustukerfi sem er sérhannað fyrir íslensk félagasamtök og tekur á öllum lykilþáttum í rekstri þeirra. Kerfið er afrakstur 20 ára náins samstarfs við fjölda félaga og er ætlað að uppfylla þarfir félagasamtaka með sérhæfðum lausnum. Frímann býður upp á innsýn í mikilvæg gögn, sjálfvirka ferla og persónusniðna notendaupplifun, sem gerir félagasamtökum kleift að byggja upp sterkari tengsl við félagsfólk sitt og styðja við þarfir þeirra á markvissan hátt.

1_frimann

Þjónusta

Frímann veitir heildstæðar lausnir sem byggja á áratugalangri reynslu og sérþekkingu á þjónustu við félagasamtök. Alhliða ráðgjöf, þjónusta og aðstoð við daglega notkun á Frímann kerfinu er innifalin í gjaldinu.

frimann-2

Notendaupplifun

Góð notendaupplifun hefur verið höfð að leiðarljósi í þróun Frímanns. Með því hefur verið stuðlað að einfaldara viðmóti fyrir notendur og lægra flækjustigi. Allt viðmót í kerfinu er sérsniðið til að mæta þörfum og væntingum notenda.

frimann-3

Einingabyggt

Frímann er einingabyggt kerfi þar sem hægt er að raða saman mismunandi kerfiseiningum eftir þörfum viðskiptavina. Þeir geta valið þær stafrænu lausnir sem þeim hentar. Þannig er kerfið sniðið að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

frimann-4

Auðkenning

Til að tryggja að réttur aðili sé að skrá sig inn í kerfið fer öll innskráning í gegnum innskráningarþjónustu Auðkenni ehf. Þetta eykur öryggi og kemur í veg fyrir innskráningar á fölskum forsendum.

frimann-5

Greiðslumiðlar

Hægt er að velja þann greiðslumiðlara sem viðkomandi viðskiptavinur notar til greiðslumiðlunar. Þetta tryggir skjóta og örugga meðhöndlun á greiðslum, hvort sem er fyrir leigu, vörur eða aðra þjónustu.

frimann-6

Réttindastýring

Nákvæm stjórnun á aðgangi innan kerfisins tryggir að aðeins starfsfólk með viðhlítandi réttindi hefur heimild til að meðhöndla viðkvæm gögn. Þetta er lykilatriði þegar kemur að því að tryggja öryggi þeirra gagna sem eru geymd í kerfinu.

frimann-7

Vefþjónusta (API)

Vefþjónustan í kerfinu gerir viðskiptavinum kleift að tengja saman og auðvelda samskipti milli mismunandi kerfa. Þannig geta viðskiptavinir auðveldlega samþætt og sérsniðið þjónustu kerfisins til að mæta sérstökum þörfum og kröfum.

frimann-8

Öryggi & afritun

Frímann er byggður með öryggi í forgrunni. Það felur í sér víðtækar ráðstafanir, þar á meðal dulkóðun gagna í ISO-vottuðu gagnaveri, netöryggi og aðgangsstýringu. Afritun er framkvæmd sjálfkrafa og reglulega sem tryggir öryggi gagna.

frimann-9

Þróun og uppfærslur

Kerfið er í stöðugri þróun og er uppfært reglulega til að tryggja hámarksafköst, innleiða nýjungar og auka ánægju notenda. Áhersla er lögð á stöðugar endurbætur og þróun nýrra lausna til að mæta breytilegum þörfum viðskiptavina.

frimann-10

GDPR

GDPR-löggjöf er mikilvægur þáttur sem tryggir samræmi við alþjóðlega persónuverndarlöggjöf. Með því að fylgja ströngum kröfum GDPR er tryggt að persónuupplýsingar séu meðhöndlaðar með virðingu fyrir einkalífinu að leiðarljósi.

frimann-11

Tungumál

Frímann er hvoru tveggja hægt að stilla á íslensku eða ensku og nær það yfir öll notendaviðmót kerfisins. Ekki nóg með það heldur er hægt að hafa allan texta sem settur er inn í kerfið á báðum tungumálum.

frimann-12

Snjalltæki

Notendaviðmótið í kerfinu er hannað til að hámarka þægindi og skilvirkni, með áherslu á bæði sveigjanleika í vinnslu, og þjálli upplifun fyrir allar skjástærðir, síma og spjaldtölvur.

Umsýsla orlofseigna

Vegna sérstakra þarfa íslenskra félagasamtaka í rekstri orlofseigna, hefur verið þróuð sérsniðin kerfiseining. Þessi kerfiseining tekur á öllum þáttum sem skipta máli, þar með talið flóknum regluverkum og verðlagningu, réttindum félagsmanna, auk meðhöndlunar á umsóknum og úthlutunum. Með þessari heildstæðu nálgun er tryggt að rekstur orlofseigna sé bæði skilvirkur og árangursríkur.

2_orlofseignir

orlof-1

Umsýsla

Skráning og umsýsla eigna gerir viðskiptavinum kleift að skrá eignir þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um stærð, aðbúnað, herbergjaskipan, myndir, samninga, framboði á leigu, lyklageymslu, aukaþjónustu og upplýsingar um umsjónarmenn.

orlof-2

Bókunaryfirlit

Bókunaryfirlitið í kerfinu býður upp á heildarsýn yfir allar bókanir og stöðu þeirra sem eru uppfærðar í rauntíma. Stjórnendur geta sjálfir bókað eignir, framkvæmt greiðslur, hætt við bókanir og framkvæmt endurgreiðslur og skoðað nákvæmar upplýsingar um hverja bókun. 

orlof-3

Reglusmiður

Reglusmiðurinn í Frímanni er mjög öflugt verkfæri sem veitir viðskiptavinum einstakan sveigjanleika til að sérsníða flóknar bókunarreglur. Hann tryggir að hægt sé að uppfylla allar þær ólíku þarfir og reglur sem viðskiptavinir hafa.


orlof-4

Leigutímabil

Frímann býður upp á mjög sveigjanlega stjórnun á leigutímabilum. Framboð hverrar eignar er skilgreint sérstaklega, hvort sem er fyrir daglega leigu eða ákveðin föst tímabil, sem veitir aukinn sveigjanleika við bókun og úthlutun eigna.

orlof-5

Umsjónarmenn

Hægt er að tengja einn eða fleiri umsjónarmenn við hverja eign í kerfinu sem veitir þeim góða yfirsýn. Umsjónarmenn fá sitt eigið notendaviðmót innan kerfisins, þar sem þeir geta skoðað viðkomandi upplýsingar um þá sem dvelja í eignunum eða eru væntanlegir.

orlof-6

Samningar

Frímann er með öflugan samningasmið sem gerir viðskiptavinum kleift að búa til sérsniðna samninga og vista sem sniðmát. Þessi nálgun veitir viðskiptavinum öfluga leið til að smíða sína eigin sérsniðnu samninga fyrir hverja leigu.

orlof-7

Yfirlitsdagatal

Yfirlitsdagatalið í Frímanni er kraftmikið verkfæri fyrir stjórnendur til að fá heildaryfirlit yfir allar eignir og bókanir undir þeirra stjórn. Dagatalið stuðlar að bættu skipulagi og auðveldar stjórnendum að halda utan um bókanir og nýta eignirnar á sem hagkvæmastan hátt.

orlof-8

Umsóknir og úthlutanir

Í Frímanni er hægt að búa til sérstök umsóknartímabil, þar sem félagsmenn geta sótt um valdar eignir á tilteknum tímabilum. Að loknu umsóknarferlinu fer fram úthlutun af hálfu stjórnanda félagsins, sem ráðstafar eignum til félagsmanna byggt á punktastöðu.

Virkir félagsmenn
185.000+

Leigusamningar
500.000+

3_felagsmenn

Félagsmenn

Umsýsla á félagsmönnum er einn af lykilþáttum Frímanns en umfang félagsmannsins í kerfinu fer eftir því hvaða aðrar kerfiseiningar eru virkar. Í grunninn veitir kerfið yfirlit yfir grunnupplýsingar félagsmanns eins og mynd, kennitölu, nafn, aldur, tölvupóstföng, persónuverndarstillingar, símanúmer, heimilisföng, bankareikning og hvaða hópum hann tilheyrir.

felagsmenn-1

Hópar

Hægt er að flokka félagsmenn í ýmsa hópa innan kerfisins, með möguleika á að stofna dýnamíska hópa sem uppfærast sjálfkrafa eftir settum reglum. Þá er einnig möguleiki að skilgreina gildistíma fyrir hópa, sem tryggir að hópurinn renni út eftir tiltekinn tíma.

felagsmenn-2

Inneignir

Umsýsla inneigna býður stjórnendum upp á að skoða ítarlega sögu inneigna félagsmanna, þar með talið allar breytingar sem gerðar hafa verið, hver stóð að baki þeim og nákvæma tímasetningu. Allt þetta stuðlar að auknu gagnsæi.

felagsmenn-3

Styrkir

Við virkjun félagakerfis dk opnast möguleikinn á að skoða yfirlit yfir alla styrki sem félagsmaðurinn hefur sótt um. Í þessu yfirliti eru nákvæmar upplýsingar um hverja umsókn, þar með talið hvenær hún var gerð, hver staða hennar er, og upphæðin sem sótt er um.

felagsmenn-4

Vörukaup

Ítarlegt yfirlit yfir allar vörur sem félagsmaðurinn hefur í gegnum sölutorgið, þar á meðal valkosti eins og Veiðikortið, Útilegukortið, og flugmiða. Þetta gerir stjórnendum kleift að skoða hver kaup, þ.m.t. greiðslustöðu vörunnar, greiðslumáta og afhendingarstöðu.

felagsmenn-5

Skilagreinar

Með virkjun félagakerfis dk býður kerfið upp á aðgengi að skilagreinum, þar sem hægt er að skoða greiðslur félagsmanna til félagsins. Þetta felur í sér yfirlit yfir greiðslutímabil, hvaðan skilagreinin kemur, upphæð hennar og staðfestingu á greiðslu.

felagsmenn-6

Samkeyrsla við dk

Félagsmenn eru samkeyrðir við dk sem tryggir að upplýsingar um félagsmenn eru stöðugt samstilltar við dk. Þetta felur í sér samræmingu á öllum viðeigandi upplýsingum um félagsmenn, sem tryggir að bæði kerfin haldi uppfærðum gögnum um félagsmenn öllum stundum.

felagsmenn-7

Punktar

Yfirlit yfir punkta félagsmannsins veitir stjórnendum yfirlit yfir allar breytingar á punktastöðu hans. Þar er einnig tilgreint hvenær breytingin átti sér stað og hver var ástæðan fyrir henni. Stjórnendur geta fengið réttindi til að bæta við eða draga punkta af félagsmanni handvirkt.

felagsmenn-8

Bókanir

Yfirlit bókanna veita stjórnendum heildaryfirlit yfir allar bókanir og greiðslur á orlofshúsum innan kerfisins. Stjórnendur geta þannig fylgst með öllum hreyfingum félagsmannsins varðandi leigu á orlofseignum, allt frá umsókn eða bókun eignarinnar til lokaafgreiðslu.

Ferðaávísun

Frímann gerir félagsmönnum kleift að kaupa ferðaávísanir frá félaginu, sem þeir geta nýtt til að greiða fyrir gistingu og afþreyingu hjá ýmsum hótelum og söluaðilum. Þetta kerfi kemur í stað eldri aðferða þar sem félagið keypti fastmótaða hótelmiða, sem oft takmörkuðu valmöguleika félagsmanna og flæktu uppgjör við hótelin. Með ferðaávísun geta félagsmenn keypt ávísanir fyrir hvaða upphæð sem er og nýtt þær til kaupa á vörum frá fjölmörgum samstarfsaðilum.

4_ferdaavisun

ferdaavisun-1

Samningar við þjónustuveitendur

Félögin geta eftir sínum þörfum gert samninga við fjölda söluaðila sem boðið er upp á í kerfinu. Þetta opnar fyrir mikinn sveigjanleika í vali á samstarfsaðilum og gerir félögunum kleift að aðlaga framboðið að þörfum og óskum sinna félagsmanna.

ferdaavisun-2

Uppgjör

Frímann auðveldar uppgjör með því að annast allar greiðslur milli stéttarfélaga og söluaðila. Þetta fyrirkomulag einfaldar ferlið til muna, þar sem allir aðilar þurfa einungis að einbeita sér að einu heildaruppgjöri. Slík nálgun dregur úr flækjustigi og tíma sem fer í uppgjör.

ferdaavisun-3

Viðmót fyrir söluaðila

Kerfið býður söluaðilum upp á notendavænt viðmót sem auðveldar kynningu á þjónustu og sértilboðum. Söluaðilar geta þá sjálfir uppfært og stjórnað upplýsingum um þjónustu sína og framboð, sem tryggir að félagsmenn hafi réttar upplýsingar um söluaðilann og hans framboð.

ferdaavisun-4

Yfirlit

Frímann býður upp á yfirlitssíðu þar sem félögin geta séð kaup, notkun og endurgreiðslur sem félagsmenn þeirra hafa framkvæmt. Söluaðilar hafa einnig sitt yfirlit, sem gerir þeim kleift að skoða alla notkun á þeirra þjónustu. Þetta tryggir að báðir aðilar hafi nákvæmt og uppfært yfirlit .

Seldar flugávísanir
150.000+

Gististaðir með ferðaávísun
40+

5_umsoknir

Umsóknir og styrkir

Opnað er fyrir aðgang að styrkjum þegar félagakerfi dk er virkjað, sem gerir það mögulegt fyrir bæði félagsmenn og stjórnendur að sækja um styrki úr sjóðum félagsins. Notendur sjá lista yfir allar tiltækar umsóknir fyrir félagsmanninn, upphæðir sem hægt er að sækja um, og eftirstöðvar styrksins. Þegar tiltekin umsókn er valin opnast umsóknarform þar sem hægt er að fylla út allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir viðkomandi styrk og hengja viðeigandi skjöl við umsóknina. Umsóknin er síðan send til úrvinnslu, og geta bæði félagsmaður og stjórnandi fylgst með framgangi hennar í ferlinu.

Sölutorg

Sölutorgið býður félagsmönnum upp á fjölbreytt úrval á rafrænum miðum, flugávísunum og öðrum varningi. Stjórnendur hafa möguleika á að búa til eigin vörur eða velja úr vörum frá forskráðum seljendum eins og Veiðikortinu, Útilegukortinu ásamt flugmiðum ýmissa flugfélaga. Kaupferlið hefur verið gert einfalt og þægilegt, hvort sem er í gegnum þjónustusíður félagsmanna eða beint í gegnum kerfið fyrir stjórnendur. Kerfið veitir yfirlit yfir allar seldar vörur og stöðu afhendingar, auk þess sem það sér um birgðastýringu fyrir hvoru tveggja félögin og seljendur.

6_solutorg

Seldar ferðaávisanir
10.000+

Orlofseignir
700+

7_afslaettir.png

Afsláttarklúbbur

Afsláttarklúbburinn veitir þeim stéttarfélögum sem vilja nýta sér þessa þjónustu tækifæri til að bjóða félagsmönnum sínum afslætti á fjölmörgum stöðum, aðeins með því að sýna fram á félagsaðild. Einnig er hægt að bjóða félagsmönnum aðgang að rafrænum félagsskírteinum gegnum þjónustusíðu félagsmanna, í samstarfi við Smartsolutions. Þetta auðveldar félagsmönnum að nýta sér þá fjölmörgu kosti sem afsláttarklúbburinn býður upp á, hvort sem er í verslunum, veitingastöðum eða á öðrum þjónustustöðum.

Þjónustusíða

Þjónustusíða félagsmanna er hönnuð til að félagasamtök geti veitt félagsmönnum sínum þægilegt og notendavænt yfirlit yfir stöðu sína hjá félaginu og sögu.Þeir geta bókað orlofseignir, keypt miða, flugávísanir, ferðaávísanir, og sótt um styrki. Þjónustusíða félagsmanna er kjarninn í að veita félagsmönnum góða þjónustu og tækifæri til að nýta réttindi sín hjá félaginu á sem skilvirkastan hátt.

8_thjonustusida