• Frímann

Landssamband lögreglumanna
Landssamband lögreglumanna

ll-screenshotLandssamband lögreglumann festi kaup á Frímann haustið 2009 og tók hann í notkun í lok sama árs. Kerfið er tengt við DK bókhaldskerfi félagsins.  Félagið var með þeim fyrstu úr röðum BSRB sem tóku upp Frímann.

Helstu kostir Frímanns

„Kostir kerfisins eru að það er aðgengilegt og tiltölulega einfalt í notkun. Það tekur smá tíma að setja sig inn í hvernig kerfið er hugsað en þegar það er komið er eftirleikurinn auðveldur. Þá eru þjónustan hjá strákunum í AP media til fyrirmyndar, alltaf hægt að ná sambandi og þeir eru alltaf tilbúnir að finna lausn á vandanum. Þá eru þeir alltaf að bæta við nýjum möguleikum og orðasambandið „það er ekki hægt“ er ekki til í þeirra orðabók.

Viðmótið sem snýr að viðskiptavinunum er mjög  notendavænt,  félagsmenn eiga auðvelt með að tileinka sér notkun á því. Það kemur varla fyrir að einhver hringi „aftur“ og sé í einhverjum vandræðagangi.  Miðakerfið virkar fínt og afsláttarkerfið lofar góðu.“

Hefur reynslu af sambærilegu kerfi

„Ég hef samanburð af öðru orlofshúsakerfi og munurinn á því kerfi og Frímanni er að í hinu fyrrnefnda eru svo langar leiðir að öllum aðgerðum og vinnsluferlarnir oft óþarflega flóknir. Fyrir fólk sem ekki er alla daga á kafi í kerfinu er bara heilmikið mál að grípa inní.  Frímann er notendavænn en ekki „sérfræðingakerfi“ líkt og hitt kerfið sem ég notaði. Það gerir það að verkum að fleiri en einn starfsmaður (sérfræðingurinn) geta unnið með kerfið og enginn einn ómissandi,“ segir Guðlaug Hreinsdóttir, skrifstofustjóri hjá Landssambandi Lögreglumanna.

Vefsíða : http://www.ll.bsrb.is


orlof_ll