Viltu taka þátt í Frímann afslætti?

 

frimann afslatturÞau félög sem taka þátt í Frímann afslætti fá aðgang að frábærum afsláttarkjörum fyrir sína félagsmenn. Aðildarfélögin fá prentvænan bækling sérmerktan sínu félagi sem inniheldur útlistun fyrirtækja sem veita félagsmönnum félagsins afslætti ásamt því að fá aðgang að afsláttarsíðu sem hægt er að sjá hér.

Til þess að fá aðgang að þessum afsláttarkjörum eða fá frekari upplýsingar hafið þá vinsamlegast samband við okkur með tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða hafið beint samband við okkur í síma 517 - 7535. Frestur fyrir félög til þess að staðfesta þátttöku er til og með 2. apríl 2014. 

 Öll verð eru með vsk

GRUNNAÐILD

grunnadild mynd

Afsláttarbæklingur merktur þínu félagi

Bæklingurinn er hannaður af okkur og inniheldur yfirlit yfir afslætti hjá samstarfsaðilum eftir flokkum. Um er að ræða staðlað útlit með merki aðildarfélags og leiðara. Bæklingur verður geymdur miðlægt á vef hjá okkur í þægilegu flettiforriti. Aðildarfélögin fá einnig prentvæna útgáfu af bæklingi. Prentun er ekki innifalin í grunnverði en einnig er hægt að panta prentuð eintök.

Afsláttarsíða

Við höfum hannað vef fyrir Frímann afslátt. Á vefnum geta aðildarfélög kynnt sér kosti þess að gerast aðilar að afsláttarkerfinu. Á afsláttarsíðu er yfirlit yfir samstarfsaðila með fullkominni leitarvél. Aðldarfélögin geta einnig vísað félagsmönnum sínum beint á þá afsláttarsíðu eða fengið hana sérmerkta aðildarfélaginu. Hægt er að sjá nánar um það hér fyrir neðan í viðbótarþjónustum.

Verð fyrir grunnaðild er 95.000 kr.

 

VIÐBÓTARÞJÓNUSTUR

baeklingur mynd

Sérhönnun á bæklingi

Boðið er upp á séraðlögun á kápu bæklings. Í grunnpakkanum er innifalið staðlað útlit með merki (logo) og inngangi frá aðildarfélaginu. Sérhönnun á bæklingi felur í sér að litaval og umgjörð á kápu bæklings sé í samræmi við þema aðildarfélagsins.

Tilboðsverð: 55.000 kr.

Prentun á bæklingi

Við bjóðum aðildarfélögum að fá afsláttarbæklinginn prentaðan í mismunandi stóru upplagi. Bæklingurinn er í A5 broti og prentaður í lit á 135gr. pappír og er vírheftur í kjöl. Hér gefum við verð í prentun sem er miðað við ákveðið upplag. Ef það magn hentar ekki þínu félagi þá hefur þú bara samband við okkur og við finnum verð í það magn sem hentar þínu félagi.

2.000 eintök - 124 kr. á stk.
6.000 eintök - 85 kr. á stk.
12.000 eintök - 68 kr. á stk.

Afsláttarsíða merkt eigin félagi

Við bjóðum aðildarfélögum að fá séraðlagaða afsláttarsíðu til að vísa sínum félagsmönnum á. Þá fengi aðildarfélagið sitt eigið merki á síðuna ásamt því að nafn aðildarfélagsins yrði í vefslóðinni að síðunni.

Tilboðsverð: 55.000 kr.

Tenging við Frímann afslátt með vefþjónustu

Við höfum útbúið vefþjónustu sem gerir aðildarfélögum kleift að ná í upplýsingar um samstarfsaðila ásamt þeim afsláttum sem þeir veita og birt þær upplýsingar á þeirra eigin vefsvæðum. Ef aðildarfélag vill fá aðstoð við að útbúa þessa tengingu við vefþjónustu okkar og birtingu á þeirra eigin vefsvæði þá er það skoðað sérstaklega í hverju tilfelli.

Stofnkostnaður: 15.000 kr.
Kostnaður á mánuði: 1.500 kr.

Rafrænt fréttabréf á alla félagsmenn

Við getum boðið upp á hönnum á fréttabréfi þar sem litaval og umgjörð er í samræmi við þema aðildarfélags. Þetta er hentug kynningarleið fyrir þau félög sem munu ekki prenta út bækling til þess að senda heim til félagsmanna. Þessi þjónustu er hægt að fá á afar hagstæðu verði.

Tilboðsverð: 45.000 kr.